Að velja leyniorð

Leyniorð eru nauðsynlegur þáttur öryggis við tölvunotkun, almennt séð er betra að velja gott leyniorð og nota í lengri tíma en að skipta oft og nota einfaldari leyniorð.

Nokkur atriði sem ber að forðast þegar leyniorð er valið:

 • Nafnið þitt, fornafn, millinafn, föðurnafn og  eða blöndu af  því.

 • Kennitalan þín

 • Nafn á vinum, fjölskyldumeðlimum eða gæludýrum

 • Fæðingardagar

 • Símanúmer eða heimilisföng

 • Aðrar persónulegar upplýsingar sem aðrir geta komast yfir eða getið sér til um

 • Staðarnöfn/Örnefni

 • Orð úr orðabókum, hvað sem tungumálið er

 • Notendanafn (þitt eða annarra)

 • Nafnið á tölvunni þinni

 • Endurtekning á sömu stöfum

 • Stafa eða töluraðir á lyklaborðinu svo sem 123456 eða qwerty, ekki heldur abcde eða álíka

 • Öll minniháttar frávik af ofan töldu

Nokkur atriði um hvað gott leyniorð getur innihaldið:

 • 6 tákn eða fleiri

 • Blanda lágstöfum og hástöfum í leyniorði, "tIl dæMIs sVOna" (þetta er ekki dæmi um gott leyniorð ;-)

 • Gott er ef hægt er að skrifa leyniorðið hratt og án þess að horfa of mikið á lyklaborðið, það gerir það erfiðara fyrir einhvern að sjá leyniorðið þegar þú skrifar það

 • Orð sem eru bull en auðvelt að segja (og muna svo þú þurfir ekki að skrifa það niður á pappír) og sem ekki eru til í neinum orðabókum

Ein aðferð við að velja gott leyniorð er að leggja á minnið einhverja setningu, til dæmis úr einhverju ljóði eða bók eða söngtexta, taka fyrsta stafinn í hverju orði í setningunni, blanda há og lágstöfum og bæta einhverju tákni, svo sem % eða !, inn á milli.
Til dæmis setningin  "Allir krakkar eru í skessuleik" gæti orðið að leyniorðinu aKe!Is ekki nota þetta þó þar sem það eru fleiri en þú sem vita um þetta leyniorð núna :-).

Eins ætti maður að passa sig á að nota sér Íslensk tákn eins og þ og ð sem og broddstafi í leyniorð á notanda sem maður vill geta komist inn á frá öðrum tölvum en sinni eigin, til dæmis fyrir vefpóst og annað slíkt, sem maður gæti þurft að  komast í frá útlöndum því að ekki hafa allar tölvur þessi tákn auðveldlega aðgengileg,