Eldveggur

Rétt er að hafa eldvegg á milli einkatölvunnar og alnetsins, hann getur verið í stýrikerfinu á einkatölvunni eða í mótaldinu/beininum (ef maður er með ADSL) eða hvoru tveggja (eða sem eigin vél uppsett bara til þess arna, til dæmis dugar oft eldri einkatalva uppsett með OpenBSD eða linux fullvel sem eldveggur).
Algengast er að reglurnar í eldveggnum séu þannig stilltar að engu er hleypt inn en öllu út og oftast er NAT notað líka svo hægt sé að nota fleiri tölvur á bak við routerinn því oftast fær maður bara eina ip tölu með ADSL tengingunni.
Því miður geta flestir orðið ekki valið hvort þeir megi nota töluna fyrir tölvuna sína heldur er hún tekin frá fyrir beininn sem maður fær með ADSL tengingunni, beinirinn gefur síðan tölvunum á bakvið hann prívat ip tölur.
Nú á tímum tengja flestir eldvegg við svokallað NAT þó þetta tvennt eigi ekkert skylt hvort öðru, eldveggur stoppar umferð sem þú villt ekki að fari annaðhvort inn eða út (frá vélinni þinni, eða netinu þínu) og getur oftast gert einhverskonar könnun eða síun á umferðinni, NAT felur margar ip tölur, oftast svo kallaðar prívat ip tölur (RFC 1918) á bakvið eina ip tölu.
þetta var tekið upp vegna þess að takmarkað er til af ip tölum í ipv4 staðlinum.
Nýr staðall hefur verið til í síðan 1995 sem kallast ipv6, sá staðall leyfir margfalt fleiri tölur en ipv4, svo margar að allar tölvur sem til eru í heiminum í dag, allar stafrænar myndavélar, mp3 spilarar, videotæki, dvd spilarar, símar, ísskápar, þvottavélar og allt annað sem hægt er að hugsa sér gætu haft eigin ip tölu* og gerir NAT algerlega óþarft, margir telja að það yrði til góðs en samt sem áður hefur ipv6 ekki náð þeirri útbreiðslu sem þyrfti til að geta tekið við af ipv4 en það skeður nú samt trúlega í nánustu framtíð í takt við það að fólk fær hraðvirkari og betri nettengingar.

*þessar línur úr grein í  ars technica gefa betri mynd af því hversu margar tölurnar virkilega eru.

To put this into perspective: there are currently 130 million people born each year. If this number of births remains the same until the sun goes dark in 5 billion years, and all of these people live to be 72 years old, they can all have 53 times the address space of the IPv4 Internet for every second of their lives. Let nobody accuse the IETF of being frugal this time around.