Vírusvörn

Að hafa einhverskonar vírusvörn er alger nauðsyn á vél sem er með nettengingu, að minsta kosti ef notað er stýrikerfi frá Microsoft.
Maður sleppur léttar með önnur stýrikerfi svo sem Linux eða MacOS .
Dæmi um fríar vírusvarnir eru AVG og Clamav.
Dæmi um vírusvarnir sem kosta peninga eru f-prot/ og Trend.
En það er ekki nóg að hafa vírusvörn, hana þarf að uppfæra, og á þessum síðustu og verstu tímum þá er nauðsyn að uppfæra oft eða ekki sjaldnar en einu sinni á dag.
það sem er uppfært er yfirleitt ekki forritið sjálft heldur skilgreiningar á hvað er vírus og hvað ekki, oft kallað vírus gagnagrunnur.

Á síðust 2 árum hefur vírusplágan ágerst allnokkuð og virðist vera að ná nýjum hæðum, þó ekki á sama hátt og áður, það er að segja að fæstir vírusar í dag valda miklum skaða heldur hafa hægt um sig og safna upplýsingum svo sem leyniorðum, kreditkortanúmerum og svo framvegis, þetta eru menn búnir að uppgötva að getur gefið töluvert góðan pening af sér, einnig nýta menn sér það að þegar þeir eru komnir með annan fótinn inn í tölvuna þína, að setja upp allskonar svokallað "adware" eða auglýsingaforrit, sem og að nota tölvuna til að senda ruslpóst og annað sem maður ógjarnan vill vera meðsekur í.