Tölvupóstur

Tölvupóstur eins og við þekkjum hann í dag átti upptök sín löngu áður en Internetið varð þekkt hugtak.

Árið 1965 byrjuðu menn að nota póstsendingar á fjölnotendatölvu, það þróaðist fljótt út í möguleika á að senda póst á milli tölva eða um 1966, en það var ekki fyrr en 1971 sem men fóru að nota @ táknið til að skilja að notendur og vélanöfn og þegar ARPANET var sett á laggirnar þá varð tölvupóstur ein af aðal ástæðunum fyrir velgengni þess, en ARPANET varð síðar það sem við köllum internet, eða bara netið, í dag.

Tölvupóstur var líklega fyrst formlega skilgreyndur í skjölunum rfc821 og rfc822 og síðar í rfc2822 og rfc2821, sem fjalla um smtp staðalinn og skilgreyna hvernig skeitin eru samansett, ásamt nokkrum öðrum rfc skjölum sem skilgreyna MIME, saman er þetta grunnurinn að tölvupósti eins og hann lítur út í dag og kallast stundum smtp/mime tölvupóstur.

Þegar við sendum eða móttökum tölvupóst notum við hugbúnað sem fer eftir þessum stöðlum sem og imap eða pop til að ná í skeitin frá póstþjónum, þessi hugbúnaður getur verið uppsettur á tölvu notanda eða bara verið vefsíða sem virkar á svipaðan hátt.

Örfá dæmi um tölvupóstforrit eru thunderbird, outlook, evolution og pine en til eru mörg hundruð ef ekki þúsundir mismunandi forrita til að lesa tölvupóst.

Dæmi um vefpóstforrit eru Horde/IMP, squirrelmail, roundcube en sama er upp á tengingnum þar, það eru margir möguleikar, en þetta er yfirleitt eitthvað sem þjónustuaðilar setja upp fyrir sína notendur en ekki einstaka notendur þó ekkert komi í raun í veg fyrir að notendur geti sett vefpóst upp bara fyrir sjálfan sig.

Margir halda að dagatal sé sjálfsagður hluti af tölvupóstkerfi, en sannleikurinn er sá að þetta tvennt hefur í rauni ekkert með hvort annað að gera, dagatal er eiginn staðall sem lýsir skráarformati sem ekki þarf póstkerfi til að nota þó þægilegt sé að nota póstkerfi til að senda til dæmis fundarbókanir eða aðgerðarlista með, sá staðall sem líklega er mest notaður í dag er rfc2445 og nefnist icalendar en hann byggir á eldri staðl, vcalendar.

....